GriefPrevention Claims

Claim svæði er eitthvað sem að verður til sjálfkrafa þegar þú setur niður fyrstu kistuna þína.

Það myndast gull og glowstone kubbar í hornunum á þínu svæði. Þessir kubbar eru bara til sýnis og ekki er hægt að taka þá upp og aðrir spilarar sjá þá ekki.

Til þess að stækka claim þá getur þú notað gullskóflu til þess, og þá hægri-smelliru á eitt hornið, og hægri smellir svo þar sem þú villt að nýja hornið verði.

Fyrsta svæðið þitt er 7x7 kubbar, og getur þú stækkað það eins og þú vilt... ef þú átt "inneign" fyrir því.

Þú byrjar með inneign upp á 100 kubba (sem eru 10x10 svæði) og færð svo 100 kubba fyrir hvern klukkutíma sem þú spilar. (Það dugir ekki að standa bara kjurr samt)

Gullkubbarnir sem birtast eru innan þinna marka, svo þú getur byggt ofan á þeim og enn verið innan þíns svæðis.

Til að færa svæðið þitt þarftu að slá inn skipunina /AbandonClaim, og nota gullskóflu annarsstaðar til að búa til nýtt svæði.

Skipun Skýring
/AbandonClaim Eyðir því svæði sem þú stendur í
/Trust <player> "Treystir" spilara til þess að byggja í og nota kistur á þínu svæði.
/UnTrust <player> Notar þessa skipun til að fjarlægja spilara af traust-listanum þínum.
/ContainerTrust <player> Þessi skipun leyfir öðrum spilara bara að komast í kistur o.fl án þess að geta byggt eða brotið á þínu svæði.
/AcccessTrust <player> Þessi skipun leyfir spilara að nota takka til að opna hurðar, til að komast inn til þín, en ekkert annað.
/TrustList Ef þú manst ekki hverjum þú ert búinn að "treysta" fyrir þínum svæðum, þá segir þessi skipun þér það.
/ClaimsList Sýnir þér hversu marga kubba þú ert með í inneign, og hvar þín svæði eru.